138. löggjafarþing — 28. fundur,  18. nóv. 2009.

ein hjúskaparlög.

202. mál
[13:02]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Anna Pála Sverrisdóttir) (Sf):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir þetta og það er gott að heyra að unnið sé að málum í ráðuneytinu nú þegar. Ég hef svo sem engu frekar við það að bæta nema kannski bara þeirri hugleiðingu að vissulega er mikið að gera í ráðuneyti hæstv. ráðherra við nauðungarsölumálin, ég gæti talið upp fleira, dómstólana og allan þennan haug af málum sem eru mikilvæg. En ég held að hluti af því sem heitir endurreisn Íslands hljóti líka að vera aukið félagslegt réttlæti sem gerir það að verkum að mann langar meira til þess að taka þátt í efnahagslegu endurreisninni.