138. löggjafarþing — 28. fundur,  18. nóv. 2009.

ferðasjóður Íþróttasambands Íslands.

143. mál
[15:15]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Frú forseti. Við ræðum hér mikilvægt mál, ferðasjóð ÍSÍ, sem við öll sem hér höfum staðið upp viljum að sjálfsögðu ekki skerða. Það eru örfá atriði sem mig langar til að fá að heyra frá hæstv. menntamálaráðherra. Í fyrsta lagi: Er þannig forgangsraðað í sambandi við sjóðinn að börn og ungmenni fái þar fyrst og fremst úthlutun?

Hv. fyrirspyrjandi talaði um afreksíþróttir og þá velti ég fyrir mér hvort það sé á einhvern hátt hluti af þessu, erum við fyrst og fremst að styrkja afreksíþróttir? Ég verð að viðurkenna sem foreldri í landsbyggðarkjördæmi og foreldri barns sem hefur ferðast mikið að ég hef séð afar lítinn hluta af þessu fjármagni þannig að ég velti svolítið fyrir mér hvort ráðuneytið fylgist á einhvern hátt með úthlutunarreglum sem ég efast ekki um að séu góðar og gegnsæjar. Fer þessi peningur kannski fari fyrst og fremst (Forseti hringir.) í meistaraflokkana og annað slíkt?