138. löggjafarþing — 28. fundur,  18. nóv. 2009.

stofnun framhaldsskóla í Grindavík.

147. mál
[15:50]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrst og fremst nota tækifærið til að þakka hv. fyrirspyrjanda og þeim hv. þingmönnum sem tekið hafa þátt í umræðunni. Ég skynja að mikill pólitískur áhugi er á málefnum framhaldsskólans og mikill pólitískur áhugi á því að jafna með þessum hætti aðstöðu ungmenna um land allt og ég held að það sé mjög gott mál. Ég held að þetta eigi að vera sameiginlegt markmið okkar allra sem hér sitjum. Ég vil því fyrst og fremst nýta tækifærið til að þakka umræðuna og ítreka að þessi mál verða áfram til mikillar skoðunar í ráðuneyti mínu.