138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

lán frá Norðurlöndum.

[10:59]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Það er allt á sömu bókina lært. Ég skil ekki af hverju forsætisráðherra Íslands getur ekki einu sinni staðið í lappirnar og gætt íslenskra hagsmuna. Hvernig stendur á því að hæstv. forsætisráðherra getur ekki sent Norðurlöndunum bréf, fyrirspurn um hverju þetta sæti? Það er alveg skýrt að ekki er búið að klára Icesave-málið í þinginu. Eða er búið að klára Icesave-málið? Nei, aldeilis ekki. Það kom skýrt fram hjá Dominique Strauss-Kahn að þetta væri algerlega ótengt, Norðurlandaþjóðirnar hefðu sett þetta fram. Vel að merkja hafa Norðmenn sagt að þetta sé ekki rétt en Svíarnir hafa sagt já. Það er ósamræmi á milli Norðurlandaþjóðanna þannig að það er fullkomlega eðlilegt að forsætisráðherra Íslands sýni loksins dug og frumkvæði í erlendum samskiptum og sendi bréf til að verja einu sinni íslenska hagsmuni.