138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

lán frá Norðurlöndum.

[11:00]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Mér finnst nokkuð sérstakt ef hv. þingmaður heldur því fram að forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar hafi ekki varið íslenska hagsmuni í þessu máli. Það er auðvitað fráleitt. (Gripið fram í.) Ég þarf ekki að skrifa forsætisráðherrum Norðurlandanna. Ég hef talað við þá alla um þetta mál oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. (Gripið fram í.) Það hefur komið fram sem ég sagði að lánin frá Norðurlöndunum eru órjúfanlegur hluti af þessu prógrammi okkar og efnahagsáætlun (Gripið fram í.) Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það eru staðreyndir málsins. (Gripið fram í.) Ég er ekki sammála Strauss-Kahn um að þetta sé Norðurlöndunum að kenna ef hann hefur orðað það þannig. (Gripið fram í.) Það má alveg eins tala um Hollendinga og Breta í þessu sambandi, hvort þeir hafi ekki átt einhvern þátt í því að tefja fyrir endurskoðun á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.