138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

2. umræða um Icesave og kvöldfundur.

[11:53]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég tek undir þær óskir félaga minna á þingi sem hafa talað undir liðnum um fundarstjórn forseta að við verðum upplýst um það hversu langt inn í nóttina við förum með þetta mál. Ég tel mikilvægt í ljósi mikilvægis málsins að það verði líka upplýst af hálfu forseta hvaða ráðherrar verða við umræðuna. Ég tel mikilvægt að a.m.k. fjármálaráðherra en ekki síður forsætisráðherra verði við umræðuna (Gripið fram í: Og í salnum.) og verði í salnum, vissulega, til að hlusta. Það dugar ekki lengur, eins og við vitum frá því fyrr í dag, að vera í hliðarherbergjum eins og siður hefur verið. Ég tel mikilvægt að við fáum upplýst hvaða ráðherrar verða við umræðuna og hvort þeir verði ekki alveg örugglega við þegar allir flutningsmenn, og það eru þrír minni hlutar, hafa flutt ræður sínar. Ég tel mikilvægt að við sem erum hér og munum fylgjast með umræðunni verðum upplýst um þetta atriði.