138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:03]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það var skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni að Bretar og Hollendingar féllust á þau skilyrði sem sett voru á Alþingi í sumar. Þess vegna varð engin ríkisábyrgð, þess vegna gat engin ríkisábyrgð fallið úr gildi, vegna þess að það voru gerðar ákveðnar athugasemdir og úr þeim var leyst. Úr þeim athugasemdum var leyst og þau koma fram í frumvarpinu í dag eins og ég benti á áðan í ræðu minni, t.d. með greiðslu á vöxtum sem ég nefndi hér og fleiri atriði. Héldu menn virkilega — skil ég hv. þingmann rétt að ef það hefði gerst, sem reyndar gerðist og má segja að hafi gerst að Bretar og Hollendingar féllust ekki á öll skilyrði okkar, það gerðist bara þannig, ætluðu menn þá að láta eins og ekkert hefði í skorist, yppa öxlum (Gripið fram í.) og ganga frá málinu eins og það var? Hvernig dettur mönnum þetta í hug? (Gripið fram í.)