138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:10]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Seðlabanki Íslands spáði í nóvember á síðasta ári, fyrir rétt um ári síðan, að hagvöxtur á þessu ári yrði í kringum mínus 12%. Nú liggur fyrir að Seðlabankinn spáir því að hann verði svona mínus 8%. Þar munar 4 prósentustigum. Hagvaxtarforsendan sem Seðlabankinn byggir þetta álit sitt á gerir ráð fyrir meðaltalsvexti upp á 3%. Ég get fullvissað hv. þingmann um það að menn geta ekki spáð hagvexti svona langt fram í tímann eins og Seðlabankinn er að gera. Það eru forsendur sem menn gefa sér. Ég vil því benda þingmanninum á að styðja sig ekki svona þétt upp að þessu áliti, álitið er miðað við gefnar forsendur.