138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:24]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég get svarað hv. þm. Jóni Gunnarssyni því að í sumar sannfærðist ég um tengsl ESB og Icesave. Ég sannfærðist um að þetta væri hættuleg tvenna, við þyrftum að passa okkur á að afgreiða hvort um sig, hvernig sem við afgreiddum það.

Síðan allt hrundi hafa verið settar fram ótrúlegar samsæriskenningar en þær eiga það flestar sammerkt að hafa ræst eða við sjáum að þær eru að rætast eða gætu ræst. Eitt af því sem hræðir mig svolítið þessa dagana er fyrir fram greiddi tekjuskatturinn sem álfyrirtækin eru að veifa framan í okkur. Ég vil ekki skulda þeim neitt.