138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:48]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég spyr hv. þingmann hvort hann telji framkvæmdarvaldið í þessu frumvarpi ekki setja dómsvaldinu verulegar skorður til þess eins að leysa milliríkjadeilu á milli Íslands, Hollands og Bretlands með það í huga að hér er þrískipting valds, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Ég vænti þess að þingmaðurinn svari því.