138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:52]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ef við ræðum þessa efnahagslegu fyrirvara er lykilatriðið að samkvæmt okkar færustu hagfræðingum höfum við fullkomlega efni á því að standa við Icesave-skuldbindingarnar, með vöxtum, án vaxta, miðað við það sem við samþykktum í sumar eða miðað við það sem er til umræðu hér og nú. Við þurfum kannski, (Gripið fram í.) miðað við verstu endurheimtur, að ýta því til 2016 að standa skil á öllum pakkanum. (Gripið fram í: … hagfræðingasamningi eða …?)