138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:58]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Munu sjálfstæðismenn ekki bara fagna því ef hingað koma menn og segja okkur að fara að virkja? Þið eruð nú sérstakir virkjunarsinnar og styðjið virkjanir hér og þar. (REÁ: Þetta er málefnalegt.) Ég ætlaði að fá að segja eitt í sambandi við það sem hv. þingmaður minnist á. Það er alveg ljóst að neysla þjóðarinnar er mikið að breytast og það er fyrst og fremst vegna þess að við búum við veika krónu. Hlutir að utan eru miklu dýrari en þeir voru og þess vegna búum við við hagstæðan jöfnuð. En þetta er að mörgu leyti Icesave-samningurinn og Icesave-málið allt, sá reikningur sem við erum að borga núna af vanstjórn í efnahagsmálum undanfarin ár, og hvort sem okkur líkar það betur eða verr verðum við að sigla þessu máli í höfn. Það erum við að reyna að gera.