138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:50]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi síðasta atriðið um dómstólana. Ég held að einmitt þarna liggi hundurinn grafinn, að íslensk stjórnvöld séu í rauninni að lýsa því yfir að þau treysti ekki dómstólum á Íslandi ef þau samþykkja málið eins og það liggur fyrir. Það er umhugsunarefni ef svo er og þarfnast vitanlega skýringa við.

Það er líka spurning sem við þurfum að velta fyrir okkur og ég velti því upp áðan og hv. þingmaður gæti kannski aðeins tjáð sína skoðun á því, hvernig haldið hefur verið uppi vörnum fyrir Ísland á erlendri grundu gagnvart þjóðum erlendis, telur hann að þar hefði mátt halda betur á málum? Ég lýsti þeirri skoðun minni áðan að ríkisstjórnin hefði klúðrað því gjörsamlega, veit hv. þingmaður, sitjandi (Forseti hringir.) fjárlaganefnd, eitthvað betur en ég hvort þetta er í lagi?