138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:07]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er um sama mál, ég er búinn að tala um það síðan ég tók fyrst til máls í andsvörum að ég vildi gjarnan sjá hæstv. forsætisráðherra en ekki hefur tekist að sjá til þess að hún sé hér.

Ég tek undir þetta með utanríkisráðherra, það er mjög sérstakt að hann skuli ekki vera hér heldur og ég held að forsetinn ætti að beita sér fyrir því að séð yrði til þess að forsætisráðherra ásamt fjármálaráðherra og utanríkisráðherra yrðu við umræðuna eftir helgi. Það er ósanngjarnt að standa hér og halda þessar ræður um þetta stóra mál og ráðherrar eru ekki að hlusta.

Síðan ætla ég að færa herra forseta miða sem ég fékk frá fjármálaráðherra þegar hann hvarf úr salnum sem staðfestingu á því hvenær hann ætlaði að koma aftur, en hann hefur ekki komið aftur.