138. löggjafarþing — 29. fundur,  19. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:19]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Mér lá ekki svo á að komast í ræðustól að virðulegur forseti hefði ekki getað gefið sér tíma til að svara þeirri fyrirspurn sem beint var til virðulegs forseta frá hv. þm. Ásbirni Óttarssyni hérna áðan.

Mig langar að taka undir með hv. þm. Pétri H. Blöndal um að það er ekki þinginu sæmandi að halda þingmönnum hér til þess eins að láta málið klárast og sýna svo augljóslega, eins og framkvæmdarvaldið er að gera hér, að það ætlar ekkert mark að taka á þinginu, löggjafarvaldinu, ætlar ekki einu sinni að hlusta. Ráðherrar sem margir hverjir hafa ekki hugmynd um grundvallaratriði þessa máls, þessa máls sem getur hæglega sett þjóðina á hausinn, hafa ekki haft fyrir því að kynna sér málið og eru ekki einu sinni tilbúnir að mæta í þingsal til að hlusta á umræður hér. Þetta er þinginu ekki sæmandi.