138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

launakröfur á hendur Landsbanka.

[13:46]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég átta mig ekki alveg á hvað það er í svari mínu sem hv. þingmaður skilur ekki. Ég útskýrði það að ég stóð fyrir því að fá þennan mann sem hefur skýra hæfni til að bera til að vinna afmörkuð verkefni. Þeim er að ljúka. Af þeirri ástæðu er ekki ástæða til að endurskoða á nokkurn hátt þau verkkaup sem þar var um að ræða. Að öðru leyti er það ekki þannig að ég hafi á einhvern hátt vitað af þeirri kröfugerð sem þarna var gerð, eins og ég tók skýrt fram. Ég las það í blöðunum eins og aðrir hvaða krafa var sett fram. (Gripið fram í.) Það er í sjálfu sér ekki mitt að fella dóm um það. Ég hefði ekki gert þessa kröfu en það er ekki mitt að fella dóm um hana.