138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

vísun Icesave aftur til nefndar.

[20:09]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Fyrr í dag lagði ég fram fyrirspurn til hæstv. fjármálaráðherra. Hann æstist nokkuð við fyrirspurnina, sagði mér að ég (Gripið fram í.) ætti að setjast og ætti ekki að vera að spyrja um svona mál sem væru hér á dagskrá. Ég kom hérna upp til að óska eftir því að hæstv. fjármálaráðherra kæmi hingað og hlýddi á mál þingmanna til að geta farið í andsvör við þá og útskýrt fyrir þeim sjónarmið og annað slíkt. — Ég sé að hæstv. ráðherra er mættur í salinn og með matarföngin þannig að kannski hefur hann bara rétt brugðið sér frá. Það ber að fagna því að hann sé kominn en ég skora á virðulegan forseta að beita sér fyrir því að hæstv. forsætisráðherra komi í salinn og (Forseti hringir.) fylgist með umræðunni vegna þess að hún virðist vera allverulega óupplýst um það um hvað þetta mál snýst allt saman.