138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:59]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem hv. þm. Pétur H. Blöndal benti á mig þegar hann talaði um reikninga og að kíkja í bókhaldið er honum það velkomið, ég er traustur maður með traust bókhald.

Mig langaði að þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir afar innihaldsríka ræðu og að taka upp þætti sem hafa kannski ekki verið nægilega ræddir í þessari umræðu, t.d. þessa raunvexti, ólíka þætti sem gerast við mismunandi verðbólgu í Bretlandi og Hollandi eða á Evrópusvæðinu og eins gengi á Íslandi.

Mig langar að setja hv. þingmann í tilbúinn heim. Ef við lifðum í hinum fullkomna heimi þar sem ríkisstjórn Íslands stæði með okkur í stjórnarandstöðunni og þjóðinni allri í að verjast þessum árásum og verja hagsmuni Íslands í þessu máli — hver væru fyrstu skref hv. þingmanns ef við stæðum núna saman og verðum hagsmunina sameiginlega en værum ekki að rífast við ríkisstjórnina (Forseti hringir.) og minni hluta þjóðarinnar?