138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:46]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Þessi tala, tæplega 80.000 manns hverra tekjuskattar fara eingöngu í að greiða vexti af Icesave, það er mjög hætt við að festast í vítahring með hana. Tekjur fara lækkandi og fólki fer fækkandi sem þýðir einfaldlega að á næsta ári þurfa fleiri að standa undir vöxtum af Icesave en 80.000 manns, það verða kannski 90.000 eða 100.000 manns. Hvað á þá að gera? Á að hækka skatta enn þá meira? Á að skera enn þá meira niður í velferðarþjónustunni? Þetta eru spurningar sem við höfum ekki fengið svör við og ekki fjárlaganefnd heldur. Það er mjög óþægilegt að svara þessum spurningum og afskaplega slæmt að lenda í því. Hætt er við að við séum komin yfir ákveðinn þröskuld í þessu máli sem er orðinn vítahringur og gerir ekkert annað en að spinnast niður á við.