138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:00]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég óska eftir því að forseti beiti sér fyrir því að forsætisnefnd verði kölluð fyrir og skipaður verði þingmannahópur með einum þingmanni frá hverjum flokki og þeir þingmenn hafi það hlutverk að fara og kynna stöðu Íslands fyrir öðrum þingum í Evrópu eigi síðar en í þessari viku. Ég óska eftir því að þessi fundur verði kallaður saman strax á morgun.