138. löggjafarþing — 31. fundur,  25. nóv. 2009.

stefna ríkisstjórnarinnar um ríkislaun.

159. mál
[14:11]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við ræðum hér um takmörkun á launum, en þá þurfum við líka að vita hvað eru laun. Ég hef alltaf furðað mig á því að jafnaðarmenn allra landa hafi ekki gripið inn í skattfrelsi utanríkisþjónustunnar alls staðar, ekki bara skattfrelsi, heldur líka dagpeninga og alls konar undanþágur sem menn eru með. Úti í heimi eru til sérstakar verslanir fyrir utanríkisþjónustuna sem eru skattfrjálsar, virðisaukaskattur, vörugjöld og allt saman.

Jafnaðarmenn allra landa hafa ekki tekið á þessu. Mér finnst alveg sjálfsagt í þeirri atrennu sem menn eru hér að gera að launum að þeir taki á þessu sem og lífeyrisrétti í B-deild LSR, ásamt dagpeningum og fleiru. Mér finnst að eigi að varpa ljósi á þetta allt saman en ekki bara líta á einhverjar krónutölur og miða við laun hæstv. forsætisráðherra.