138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[10:45]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan að þetta eru sérstök skilaboð sem stjórnarflokkarnir ætla að senda stjórnarandstöðunni núna. Við erum rétt að fara inn í desember. Hér á eftir að afgreiða fullt af mikilvægum málum og ef þetta eru vinnubrögðin sem stjórnarflokkarnir ætla að hafa, að fara með málið í gegn í skjóli nætur og á kvöldum, munum við að sjálfsögðu taka á því með þeim hætti sem þarf. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) En ég hvet þó ríkisstjórnina og stjórnarflokkana til að setjast niður með stjórnarandstöðunni og ná samkomulagi um það hvernig við förum í gegnum þær umræður sem fram undan eru því að um þær verður ekki friður ef þetta eru vinnubrögðin, það er alveg ljóst.

Þá er það alveg á tæru að það er ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir sem kasta upp þessum bolta og við munum að sjálfsögðu grípa hann á lofti og senda hann til baka ef við getum. Það er alveg klárt mál. Við ætlum ekki að láta fara svona með okkur eins og virðist stefna í að eigi að gera.