138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:47]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get svarað þessari spurningu neitandi. Þeir eru ekki endilega á villigötum í gagnrýni sinni, við erum bara ekki sammála. Indefence-hópurinn hefur aldrei sagst mæla með því að halda þessu máli óleystu og það kom síðast fram í útvarpsviðtali við þá í morgun. Þeir álíta hins vegar að þessi lausn sé ekki góð. Ég segi aftur á móti: Þessi lausn er það besta í stöðunni fyrir Ísland og við eigum að samþykkja fyrirvarana eins og þeir liggja fyrir.