138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:56]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, það hefði auðvitað verið gaman að sjá að samstaðan hefði verið nýtt til að fá Breta og Hollendinga til að samþykkja það lagafrumvarp. Það er rétt, sem bent hefur verið á, að þau lög, voru með því skilyrði, það var einn af fyrirvörunum, að Bretar og Hollendingar féllust á þau. Enn og aftur er þetta spurning um mat. Það er þó greinilegt að stjórnarliðar hafa metið það svo að Bretar og Hollendingar mundu ekki fallast á alla þessa fyrirvara og við deilum um það núna hvort það sé rétt mat eða ekki eða hvort skynsamlegt sé að beygja okkur undir þau sjónarmið Breta og Hollendinga. Ég ætla með því að greiða atkvæði á móti fyrirliggjandi lögum að segja að við eigum að gera betur í þessu.