138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:26]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kem í ræðustól vegna þess að ég settist inn í þingsal til að hlusta á rökræður um Icesave-málið en lítið miðar í þeim efnum. Ég hvet hæstv. forseta til þess að halda áfram með fundinn um Icesave-málið. Ég hvet jafnframt sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og aðra stjórnarandstöðuþingmenn til að vera hér í þingsalnum. Það hlýtur að virka jafnmikil hvatning til þeirra og stjórnarþingmanna að vera hér í þingsal. Ég sé heldur fáa af stjórnarandstöðuþingmönnum hér í salnum. (UBK: Þeir eru að undirbúa ræður.)

Herra forseti. Ég ítreka það að halda verður áfram með þessa ágætu umræðu svo að maður geti nú hlustað á hana frekar en hjala um eitthvað annað.