138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:15]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur fyrir fína og yfirgripsmikla ræðu þar sem við vorum minnt á staðreyndir og það sem gerst hefur í þingsölum og utan þeirra í þessu máli.

Það er eitt sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið sökuð um í dag af hálfu stjórnarliða og það er að hafa ekkert til málanna að leggja, hafa engar lausnir. Nú erum við í þeirri stöðu að málið er komið í þennan hnút. Það er búið að skrifa undir þessa samninga, lögum Alþingis hefur verið fylgt eftir á þann hátt að út kemur nýtt lagafrumvarp sem kollvarpar þeim lögum sem voru samþykkt hér í sumar. Ef við stjórnarandstæðingar náum að sannfæra nægjanlegan hluta þingmanna um að greiða atkvæði gegn því frumvarpi sem hér liggur fyrir, hvað telur hv. þm. að taki þá við? Og í hvaða ferli munu málin fara?