138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:01]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Ég mótmæli því, virðulegi forseti, að friðhelgisréttindunum hafi verið ýtt til hliðar. Það er svo að þessir þrír aðilar hafa samið um það að breskur réttur eða breskir dómstólar muni fara með ágreining í þessu efni. En þegar við tölum um breska dómstóla og í hverju þeir dæma, er þar aðallega og eingöngu um að ræða eignir Íslendinga erlendis en þó ekki sendiráð eða eignir Íslendinga í Seðlabankanum, en þegar um er að ræða eignir hér á landi eru það íslenskir dómstólar sem um það fjalla.