138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:14]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseta hefur borist eftirfarandi dagskrártillaga og eftirfarandi bréf:

„Við undirrituð gerum það að tillögu okkar, í samræmi við 1. mgr. 63. gr. þingskapalaga, að dagskrá þingfundar, hinn 27. nóvember, verði eftirfarandi:

1. Óundirbúnar fyrirspurnir.

2. Fjáraukalög 2009, 10. mál, lagafrumvarp fjármálaráðherra. Frh. 2. umr.

3. Ráðstafanir í skattamálum (breyting ýmissa laga, hækkun gjalda), 239. mál, lagafrumvarp fjármálaráðherra. 1. umr.

4. Tekjuskattur o.fl. (landið eitt skattumdæmi o.fl.), 226. mál, lagafrumvarp fjármálaráðherra. 1. umr.

Við óskum eftir því að þessi tillaga verði tekin til umræðu og atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar, hinn 27. nóvember 2009.“

Undir bréfið rita Illugi Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Birgitta Jónsdóttir.

Forseti hefur móttekið tillöguna og tillagan verður borin upp í lok fundarins samkvæmt þingsköpum.