138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

skattamál, viðvera ráðherra og framhald kvöldfundar.

[20:29]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Það er greinilegt að hæstv. utanríkisráðherra kemur hingað upp til að greiða fyrir þingstörfum. Það er alveg rétt, hárrétt, ég hélt reyndar að hann hefði mestu reynsluna í því að stunda málþóf, ég hef a.m.k. upplifað það og hef mikla reynslu af því að horfa á hæstv. utanríkisráðherra og hlusta á hann stunda málþóf. Ég verð að segja að ég er farin að hugsa um það hvort hæstv. utanríkisráðherra sé ekki bara byrjaður að sofa á nóttunni því honum skjöplast algjörlega í þessu máli.

Það sem við erum að stunda er ekki málþóf. (Utanrrh.: Víst.) Nei, nei, nei, það eru margir dagar í það að við förum að stunda málþóf. (Utanrrh.: Þetta er málþóf.) Ég á eftir mína fyrstu ræðu, hæstv. forseti, og á eftir að koma sjónarmiðum mínum að. Það eru margir fleiri sem eiga eftir fyrstu ræðu sína. Það er búið að takmarka ræðutíma aðila. Að sjálfsögðu er þetta ekkert málþóf. Við skulum kalla það málþóf þegar þetta byrjar að vera málþóf.

En ég vil inna hæstv. forseta eftir því hvort forseti ætli ekki að svara mér varðandi það að breyta sjálfur, sýni einu sinni frumkvæði, sem reyndar kemur ekki mikið frá stjórnarflokkunum, (Forseti hringir.) í því að nýta sér heimildina sem er í þingsköpunum og breyta dagskrá þingsins til að greiða fyrir þingstörfum.