138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:25]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Hvort tveggja er jafnslæmt ef hægt er að segja svo. Það er jafnslæmt fyrir íslenska þjóð að samþykkja það sem hér liggur fyrir og þurfa að greiða það í þeirri mynd og/eða vera dæmd til að greiða það sem hér liggur fyrir. En af tvennu illu, frú forseti, fyrir þjóðarstolt væri það í mínum huga skömminni skárra að vera dæmd til þess að greiða heldur en að ganga sjálfviljug undir slíka nauðungarsamninga.