138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:30]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mig langar til að spyrja frú forseta að því hvort meiri líkur séu á því núna að forseti greini okkur frá því hversu lengi er áætlað er að þessi fundur standi. Eins og ég greindi forvera frú forseta frá í ræðustóli áðan, væri alla vega ágætt að geta vitað svona um það bil hvenær maður getur litið á sofandi drengina sína á koddanum, ekki það að ég nái að eiga mikil samskipti við þá í kvöld, en það væri ákaflega gott ef frú forseti gæti upplýst þingheim um það hversu lengi þessi fundur á að standa. Ég held að það sé ekki til of mikils mælst, frú forseti, að við séum upplýst um þetta, eða þorir forseti kannski ekki að upplýsa um þetta á meðan einhver er vakandi heldur ætlar bara að láta þjóðina lesa um þetta í fyrramálið?