138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:38]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka spurninguna. Ég held að það sé óskaplega eðlilegt að hv. þingmenn á þinginu í Hollandi og jafnvel Bretlandi hafi áhyggjur af stöðu mála. Þess vegna tel ég að það sé mjög brýnt að þessi þingmannanefnd verði sett saman eigi síðar en í kvöld, sem er náttúrlega borin von, alla vega á morgun, þannig að við getum farið út, skýrt stöðu mála og sagt að við deilum vissulega með þeim þessum áhyggjum.

Svo finnst mér skandall hversu fáir stjórnarliðar eru hér til að taka þátt í þessum umræðum og koma með spurningar. Mér þætti vænt um ef ég fer með eitthvert fleipur að það yrði leiðrétt.