138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:41]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir sérstaklega góða og yfirgripsmikla ræðu. Hún vakti athygli á fjöldamörgum afar mikilvægum atriðum.

Í seinasta andsvari var verið að ræða aðeins um bréfaskriftir hæstv. forsætisráðherra við kollega sína í Bretlandi og Hollandi. Ég fór yfir það áðan í ræðu minni að það vakti athygli mína að tólf dögum eftir að bréfið frá Gordon Brown kemur til hæstv. forsætisráðherra gefur hún fjölmiðlum upplýsingar um það. Það sem sagt kemur 13. nóvember til hæstv. forsætisráðherra en bréfið frá Hollendingunum berst 12. nóvember. Því er svarað, eða þegar það er komið í fjölmiðla, 17. nóvember, sama dag og bréfi til Bretlands var svarað af hálfu forsætisráðherra, en því er haldið leyndu fyrir okkur allan þennan tíma.

Mig langar til að fá að fá álit hv. þingmanns á því hvað henni finnst um þessa leynd yfir bréfunum til Bretlands.