138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:45]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Það er nefnilega hárrétt að ég komst að því í samræðum við forseta þingsins áðan að þetta tilboð á NATO-fundi hefði komið fyrir ári og ég innti frú forseta eftir því af hverju boðinu hefði ekki verið tekið þá. Það er alveg öruggt að það hefði hjálpað okkur mikið ef strax hefði verið skipuð þingnefnd þvert á flokka til að ræða stöðu Íslands formlega við kollega okkar á Bretlandseyjum. En það er ekki of seint og ég skora á rétta aðila að sjá til þess. Ég hef ekki enn fengið svör um það hver rétti farvegurinn er til að þessi nefnd verði skipuð. Kannski verð ég bara að gera það sjálf og kannski getur nefndin fengið stuðning frá British Airways til að fljúga til Bretlands.

Ég vona svo sannarlega að það verði tekið vel í þá umleitan að (Forseti hringir.) koma þessari nefnd saman.