138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:47]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka spurningarnar og hrósið. Auðvitað hefði átt að kalla Ingibjörgu Sólrúnu fyrir og í raun finnst mér að líka hefði átt að kalla fyrir nefndina einhverja aðila úr Indefence-hópnum. Það var beðið um það en því var synjað. Ég held að okkur yrði það mikil gæfa ef við fengjum sem mestar upplýsingar. Við ættum alls ekki að vera feimin við að kalla eftir svörum við öllum þessum vafaatriðum þannig að við samþykkjum ekki eitthvað sem við eigum eftir að sjá eftir um aldur og ævi. Það er ekki lengur nein tímapressa á þessu máli.