138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:49]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég gæti ekki verið meira sammála um nokkurn hlut en brotalamirnar í innri vinnubrögðum þingsins. Ég kalla eftir samstöðu meðal allra þingmanna um að taka á því hve ömurlegar þær hefðir eru að rífa mál út úr nefndum með valdi og það að fá endalausa umsagnaraðila til fundar við nefndirnar en svo er aldrei rætt efnislega um það sem kemur fram hjá gestunum. Svo kalla ég eftir því að við tökum skoska þingið okkur til fyrirmyndar um hvernig þingfundum sé háttað og skora á hæstv. forseta þingsins að kynna sér vinnulagið á skoska þinginu.