138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:54]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Mig langaði að spyrja hæstv. fjármálaráðherra um stöðuna á áætluninni um að endurheimta fé og hvort hún sé klár. Er nokkur möguleiki á að fá að fylgjast betur með því? Það dregur óðum að lokum þessa árs. Sumir skilanefndarmenn hafa sýnt þinginu vanvirðingu, þeir hafa neitað að upplýsa nefndarmenn um hluti og sýnt töluverðan hroka þannig að það er spurning hvort ekki hægt að siða þetta fólk til. Hefur ríkisstjórnin ekkert vald til að láta vita að það sé ekki forkastanlegt að koma alltaf fram á þennan hátt, að neita að gefa upplýsingar um stöðu mála í nefndum? (Forseti hringir.) Það er alveg ótrúlegt að enginn hafi séð t.d. lánasafn Landsbankans sem á að standa á bak við Icesave.