138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

gengisáhætta innstæðutryggingarsjóðs.

[10:37]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegir forseti. Ég held að allir séu meðvitaðir um þetta sem hv. þingmaður ber upp. Það er ákveðin áhætta í þessu fólgin en við verðum líka að horfa á þessa áhættu út frá því að það er óljóst hvað við fáum mikið inn úr búinu, það er allt sem bendir til þess og hefur verið síðustu mánuði að þetta sé milli 80–90% og það skiptir auðvitað verulegu máli. Engu að síður þurfum við að vera á verði gagnvart þessu og ég held og ítreka það sem ég sagði að mér finnst að tryggingarsjóðurinn eigi að fara yfir það með hvaða hætti hann getur varið sig fyrir þessari hugsanlegu gengisáhættu.