138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ræðutími í óundirbúnum fyrirspurnum o.fl.

[11:15]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Mig langaði að spyrja um hvernig þetta verður með fundarstörfin í dag og á morgun. Ég frétti á göngunum í gær að það yrði þingfundur á morgun. Það er nauðsynlegt að fá að vita hvenær þessi þingfundur byrjar og hvað hann á að standa lengi. Mér þætti vænt um að fá upplýsingar um það.

Ég vil jafnframt taka undir með öðrum þingflokksformönnum minni hlutans um einlæga vilja þeirra til að taka hlé á Icesave og hleypa í gegn hratt þeim brýnu málum sem þurfa að komast í gegn varðandi uppáhaldsmál Sjálfstæðisflokksins, skattahækkanir. Ég óska því einlæglega eftir að fá upplýsingar um hvernig þingfundum verður háttað í dag og á morgun.