138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ræðutími í óundirbúnum fyrirspurnum o.fl.

[11:16]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Mér finnst þessi umræða mjög merkileg sem hæstv. utanríkisráðherra hafði hér uppi. Hann horfir gjarnan til baka, sá ágæti maður, og leggur til að farið verði í að hlusta á gamlar og góðar ræður sem hann hefur haldið og rannsaka orðfærið. Ég vil taka fram að ég óska eftir því að Samfylkingin skoði það að koma niður til okkar hérna, tala ekki svona niður til okkar alltaf hreint, við erum líka venjulegt fólk. En mig langar að beina því til frú forseta að dagskránni verði breytt í samræmi við þá heimild sem hún hefur vegna þess að búið er að bjóða upp á það og það er alveg ljóst að stjórnarandstaðan mun samþykkja að skattamálin, fjáraukalögin og — ég man ekki hvert þriðja málið er — komi á dagskrá þannig að við getum geymt Icesave-málið meðan við komum þessum málum til 1. umr. og svo höldum áfram með Icesave-málið. (Forseti hringir.) Gættu nú orða þinna, hæstv. utanríkisráðherra.