138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:10]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hans ágæta og upplýsta svar. Við höfum vitanlega séð á síðustu missirum hér á Íslandi og annars staðar í heiminum að það er mjög erfitt að spá um þessa hluti í framtíðinni. Hjá Seðlabankanum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, greiningardeildum bankanna hér og erlendis og greiningardeildum Evrópusambandsins hafa menn átt í vandræðum með að spá um framtíðina. Því er mjög skynsamlegt af þingmanninum að gefa mjög vel í þessa vexti.

Það sem ég er að reyna að átta mig á er hvort eitthvað í umhverfinu geri það að verkum að vextir gætu mögulega hækkað meira. Ég held ekki. Ég held að í efnahagskerfinu séu í raun ekki forsendur sem bjóða upp á það á næstu 5–15 árum jafnvel, því að (Forseti hringir.) þetta hrun sem varð í heiminum er svo stórt.