138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:16]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin og heiðarleikann. Mig langaði að árétta tilboð minni hlutans um að gera hlé á umræðunni um Icesave og hleypa inn hinum dagskrárliðunum því að það er mjög brýnt að þau mál fari í nefnd. Aftur á móti er mjög brýnt að við klárum umræðuna um Icesave því það eru alltaf að koma inn nýjar upplýsingar. Telur hv. þingmaður að það væri ef til vill snjallt af stjórnarmeirihlutanum að þiggja útrétta hönd okkar sem jafnframt gæti verið liður í því að við tökum á þessu máli öll saman? Telur hann að einhver möguleiki sé á að stjórnin þiggi slíkt tilboð?