138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:19]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Áður en hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson hélt gagnmerka ræðu sína var nokkuð eftir því leitað að hæstv. forseti mundi upplýsa frekar um þinghaldið í dag og eftir atvikum á morgun. Svörin voru afskaplega óljós. Vísað var til þess að til stæði að halda fundi með þingflokksformönnum og ræða framgang mála en nú vil ég spyrja hæstv. forseta hvort einhverjar frekari upplýsingar liggi fyrir í þessum efnum. Auðvitað skiptir þetta máli fyrir þingmenn upp á hvernig þeir skipuleggja vinnu sína og raunar einkalíf, það litla sem eftir er, í dag og á morgun. Auk þess sem það hlýtur að vera mikilvægt að ekki bara við þingmenn stjórnarandstöðunnar höfum upplýsingar um hvernig þingstörfin eiga að vera heldur hlýtur það líka að vera mikilvægt fyrir hæstv. ráðherra og hv. þingmenn ríkisstjórnarflokkanna (Forseti hringir.) sem hafa ekki sést mikið við þessa umræðu. (Gripið fram í: Þeim er alveg sama.)