138. löggjafarþing — 33. fundur,  27. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:33]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti hefur látið þau boð ganga til hv. þingmanna um að óskað sé nærveru þeirra í þingsal. Jafnframt upplýsir forseti um viðveru þriggja ráðherra í þinghúsinu.

En til máls tekur hv. 2. þm. Norðaust., Birkir Jón Jónsson. (BJJ: Um hvað?) Um 2. dagskrármálið. Hv. þingmaður er á mælendaskrá og annað tveggja er að halda áfram með mælendaskrá eða slíta fundi. Þannig að til máls tekur hv. 2. þm. Norðaust., Birkir Jón Jónsson og ræðir 2. dagskrármálið.