138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:57]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni góð svör. Ég hef mikið velt því fyrir mér af hverju það er svona mikið kappsmál ríkisstjórnarinnar að klára þetta mál með þessum hætti. Það eina sem mér dettur í hug er að Samfylkingin vilji fara í ESB og að Vinstri grænir vilji að hér sé vinstri stjórn og ef þeir klúðra þessu tækifæri sínu til að vera með vinstri stjórn, fengjum við ekki vinstri stjórn aftur í 40 ár.

Nú veit ég að hv. þingmaður er ekki sérstök áhugamanneskja um vinstri stjórnir en mig langar samt að velta því fyrir mér og velta því hér upp, hvaða markmið væru réttlætanleg til þess að við mundum gleypa þennan samning og samþykkja hann.