138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:24]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þeir sem eru vanir fundarsköpum, fundargerð og samskiptum fólks vita að það er mjög mikilvægt að fólk fái næringu. Þá er það miklu rólegra í sinni og ekki eins árásargjarnt og ella. Það að særa meira að segja hv. þm. Kristján Þór Júlíusson upp undir liðnum um fundarstjórn forseta sýnir hversu alvarlegt þetta mál er. Ég legg því til við frú forseta að hún endurskoði ákvörðun sína og leyfi þingmönnum að borða þannig að þeir verði friðsælli og geti rætt málin af meiri yfirvegun en ella.

Hér eru fjögur frumvörp, frú forseti, um skattamál sem ég er að reyna að kynna mér milli ræðna og þetta þarf að afgreiða fyrir áramót. Hvers vegna í ósköpunum frestum við ekki þessu máli sem ekkert liggur á og förum að ræða hluti sem skipta máli fyrir áramótin og fjárlagafrumvarpið?