138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:33]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er alla vega skref fram á við því við vitum alla vega að við verðum hérna þar til um kvöldmatarleytið. Ég vænti þess að átt sé við í kringum klukkan sjö eða átta, þá er vaninn að borða. Að vísu er stundum byrjað klukkan sex þannig að við getum reiknað með að kvöldmatarhlé verði einhvers staðar á bilinu frá klukkan sex til átta. Ég vil líka fagna því að það skuli liggja fyrir kl. 16.30 að það verði almennt gert kvöldmatarhlé. Það er ólíkt því sem gert var í hádeginu og það gefur þá öðru starfsfólki þingsins ráðrúm, það veit alla vega að það þarf að vinna fram eftir og getur þá undirbúið að gefa þingmönnum eitthvað að borða.

Ég vil ítreka það sem ég sagði þegar ég kom hingað í fyrra skiptið varðandi fundarstjórn forseta. Það eru mér geysileg vonbrigði að stjórnarliðar skuli ekki hafa tekið tilboði okkar um að breyta dagskrá fundarins þar sem við höfum meira að segja verið tilbúin að (Forseti hringir.) semja um ræðutíma.