138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:13]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hv. þm. Guðbjartur Hannesson sagði að þingið gengi fyrir. Þá vil ég nota þetta tækifæri og spyrja hv. þingmann þar sem hann er formaður í þessari ágætu sjávarútvegsnefnd sem hér um ræðir: Af hverju þurfti hann að spyrja Framsóknarflokkinn og þingmenn hans um það? Af hverju frestaði hv. þingmaður ekki þessum nefndarfundi ef þingið gengur fyrir? Hvers lags er þetta eiginlega, að fara að kenna Framsóknarflokknum um að hann hafi gefið honum heimild til að halda þennan fund? Þetta er náttúrlega fjarstæða sem og það í orðum hv. þingmanns að drífa málið af og koma því til nefndar. Nei, frú forseti, ég get lofað hv. þingmanni því að ég hef ekki sagt allt það sem ég ætla að segja um þetta mál. Ég á ekki sæti í hv. fjárlaganefnd og ég ætla þá algjörlega óháð því hvað hv. þingmanni finnst að fá að tjá mig um það eins mikið og ég vil.

Varðandi miðstjórnarfundinn var hann haldinn í hádeginu á föstudegi, boðaður með löngum fyrirvara, (Forseti hringir.) löngu áður en vitað var að það yrði þingfundur á föstudegi vegna þess að eins og allir vita er ekki venjan (Forseti hringir.) að hafa þingfundi á föstudögum.