138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:49]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég hafði hugsað mér að beina máli mínu að öðrum þætti fundarstjórnar en ég geri nú. Ég tel einsýnt að forseti verði að heimila hv. þm. Margréti Tryggvadóttur og hv. þm. Pétri H. Blöndal að bera af sér sakir. Ég held að hv. þm. Björn Valur Gíslason hafi misskilið mjög illa, ég gef mér það, þær umræður sem fóru fram áðan. Ég tel að þær spurningar og þau svör sem komu hafi ekki með nokkrum hætti verið hægt að túlka á þann veg sem hv. þingmaður gerði. Því tel ég einsýnt, frú forseti, að þeim þingmönnum sem hafa óskað eftir að fá að bera af sér sakir verði það heimilað.

(Forseti (SVÓ): Forseti þakkar góðar ábendingar varðandi fundarstjórn í salnum.)