138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:51]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (ber af sér sakir):

Frú forseti. Hv. 8. þm. Norðaust., Björn Valur Gíslason, hefur algerlega misskilið það sem ég sagði. Ég spurði hvort það að ekki hafi verið upplýst um samninga, hvort það að bréf forsætisráðherra hefði ekki verið sýnt fyrr en Stöð 2 sýndi það, hvort þær aðgerðir bæru vott um heiðarleika en ekki það hvort hv. þingmaður eða aðrir þingmenn væru óheiðarlegir, hvað þá hæstv. ráðherrar. (Gripið fram í: Forsætisráðherra.)